Um Strandagönguna
Um strandagönguna
Strandagangan er árlegur stórviðburður í íþróttalífinu á Ströndum. Hún er einnig ómissandi hluti af Íslandsgöngunni sem er röð gönguskíðamóta sem trimmnefnd Skíðasambands Íslands hefur efnt til árlega síðan 1985. Henni er ætlað að höfða til allra sem áhuga hafa á skíðaíþróttum, bæði þeim sem leitast eftir ánægjulegri og hollri útiveru og eins metnaðarfyllra keppnisfólki.
Fyrsta Strandagangan var haldin árið 1995 og hefur hún aldrei fallið niður, enda er yfirleitt hægt að finna snjóþung svæði á starfssvæði Skíðafélags Strandamanna. Gangan er fyrir alla aldurshópa, vana sem óvana.
Skráning í 30. Strandagönguna sem haldin verður í Selárdal 9. mars 2024 er hafin.
Skráning í Strandagönguna 2024
Sú nýbreytni hjá okkur í síðustu göngu að veita úrdráttarverðlaun vakti mikla lukku og verður því leikurinn endurtekinn í göngunni í ár. Af og til fram að keppni verða nokkur nöfn skráðra keppenda dregin út og veitt verðlaun. Verðlaunin verða afhent með keppnisgögnum.
Skráning í Strandagönguna 2024
Strandagangan 20 km fyrir 17 ára og eldri
Skráningargjald 10.000 kr. Hækkar 1. mars í 13.000 kr.
Þeir sem ljúka 20 km göngu fá stig í stigakeppni Íslandsgöngunnar. 20 km.
Þeir sem ljúka 20 km göngu fá stig í stigakeppni Íslandsgöngunnar. 20 km.
15-17 ára mega taka þátt í 20 km. vegalengd en fá ekki stig í stigakeppninni.
Aldursflokkar í 20 km eru 17-34 ára, 35-49 ára, 50-59 ára, 60-69 ára og 70 ára og eldri.
4 km. Skráningargjald 5.000 kr. Hækkar 1. mars í 6.000 kr.
Nú bjóðum við einnig upp á skráningu í kynlausa flokka í 5 km og 10 km vegalengdum.
Ekki er skipt í sérstaka aldursflokka í 5 km og 10 km vegalengdum.
Startið
Ræst verður í öllum vegalengdum með flæðandi starti og verður opið fyrir ræsingu í 30 mínútur, frá kl. 11:00 til kl. 11:30. Elítustart verður kl 11:00.
Aldursflokkar í 20 km eru 17-34 ára, 35-49 ára, 50-59 ára, 60-69 ára og 70 ára og eldri.
Strandagangan 10 km og 5 km, ekkert aldurstakmark
10 km. Skráningargjald 8.000 kr. Hækkar 1. mars í 11.000 kr.4 km. Skráningargjald 5.000 kr. Hækkar 1. mars í 6.000 kr.
Nú bjóðum við einnig upp á skráningu í kynlausa flokka í 5 km og 10 km vegalengdum.
Ekki er skipt í sérstaka aldursflokka í 5 km og 10 km vegalengdum.
Startið
Ræst verður í öllum vegalengdum með flæðandi starti og verður opið fyrir ræsingu í 30 mínútur, frá kl. 11:00 til kl. 11:30. Elítustart verður kl 11:00.
Afhending keppnisgagna
Keppnisgögn verða afhent á föstudeginum í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík og laugardeginum í Selárdal. Nánari upplýsingar um tímasetningar og dagskrá helgarinnar má nálgast á Facebookviðburði Strandagöngunnar og á vefsíðunni strandagangan.is.
Verðlaun
Á Strandagöngunni eru jafnan veglegir verðlaunagripir í boði. Efstu sæti í 5 km og 10 km vegalengdum fá verðlaunagripi til eignar ásamt þeim sem ljúka 20 km vegalengd í sínum aldursflokkum. Sú kona og karl sem eru fyrst í mark í 20 km fá jafnframt farandbikar til varðveislu í eitt ár. Allir keppendur sem ljúka keppni fá þátttökuverðlaun.Sú nýbreytni hjá okkur í síðustu göngu að veita úrdráttarverðlaun vakti mikla lukku og verður því leikurinn endurtekinn í göngunni í ár. Af og til fram að keppni verða nokkur nöfn skráðra keppenda dregin út og veitt verðlaun. Verðlaunin verða afhent með keppnisgögnum.
Kaffihlaðborð
Strandagangan er þó ekki síst þekkt fyrir það sem kemur í kjölfarið, en þá er keppendum boðið í veglegt kaffisamsæti og verðlaunaafhendingu. Borðin svigna jafnan undan kræsingum fyrir svanga göngugarpa og alla aðra sem vilja styðja við starfsemi Skíðafélags Strandamanna. Fyrir marga er þetta hápunktur Strandagöngunnar. Áhorfendur og aðrir sem vilja styrkja gönguna geta keypt sig inn á kökuhlaðborðið á staðnum og þegar keppnisgögn eru afhent.Eldri úrslit
Úrslit 2022 | Úrslit 2021 | Úrslit 2020 | Úrslit 2019 | Úrslit 2018 |
---|