Skíðaskotfimi

Skíðaskotfimimót
Skíðaskotfimimót var haldið 12. mars, daginn eftir Strandagönguna. Um er að ræða samstarfsverkefni Skíðasambands Íslands og Skíðafélags Strandamanna til kynningar á íþróttinni.

Skíðaskotfimi er íþrótt sem blandar saman skíðagöngu og skotfimi. Keppt verður 12. mars, daginn eftir Strandagönguna. Þetta er samstarfsverkefni Skíðasambands Íslands og Skíðafélags Strandamanna til kynningar á íþróttinni. Umframtekjur skotfimimótsins fara í að kaupa búnað.

Gengnir voru 3 x 2,5 km hringir og skotið tvisvar á skotmörk með skíðaskotfimirifflum, fyrst liggjandi og síðan í standandi stöðu. Á skotsvæðunum er skotið fimm skotum í senn en fyrir hvert feilskot þarf að fara einn refsihring. Refsihringur er stuttur hringur til hliðar við brautina. Sá keppandi sigrar sem lýkur keppni með stystan heildartíma.

Aldursflokkar í karla- og kvennaflokki:
11-15 ára laser rifflar
16-35 ára .22 kalibera rifflar
36 ára og eldri .22 kalibera rifflar
Leit