Strandagangan 2023

Úrslit 29. Strandagöngunnar eru komin inn á heimasíðuna timataka.net, en gangan var haldin laugardaginn 11. mars í Selárdal. Kalt var í veðri eða svolítill vestan strekkingur á köflum. 

Skíðafélag Strandamanna þakkar keppendum sem komu víðs vegar að af landinu fyrir þátttökuna, en alls voru skráðir 205 keppendur. 

Starfsmenn göngunnar fá bestu þakkir fyrir vel unnin störf. Sjáumst í 30. Strandagöngunni á næsta ári, þá verður fjör!

Strandagangan 2024 hefst eftir

Skráning verður auglýst síðar.

Skíðaskotfimimót 12. mars 2023

Skíðaskotfimi er íþrótt sem blandar saman skíðagöngu og skotfimi. Keppnin fór fram þann 12. mars, daginn eftir Strandagönguna og fór þátttaka fram úr öllum vonum.
Mótið er samstarfsverkefni Skíðasambands Íslands og Skíðafélags Strandamanna til kynningar á íþróttinni.
Umframtekjur skotfimimótsins fara í að kaupa búnað.

Gengnir voru 3 x 2,5 km hringir og skotið tvisvar á skotmörk með skíðaskotfimirifflum, fyrst liggjandi og síðan í standandi stöðu. Á skotsvæðunum er skotið fimm skotum í senn en fyrir hvert feilskot þarf að fara einn refsihring. Refsihringur er stuttur hringur til hliðar við brautina.

Sá keppandi sigrar sem lýkur keppni með stystan heildartíma.

Aldursflokkar í karla- og kvennaflokki:
  • 11-15 ára laser rifflar
  • 16-35 ára .22 kalibera rifflar
  • 36 ára og eldri .22 kalibera rifflar

Taggið

Fréttaskot


Ekki missa af

Skráðu þig á póstlistann okkar og við sendum þér upplýsingar um viðburði og fréttir af félaginu.
Leit