Strandagangan 2024
Strandagangan fer fram á skíðasvæði Skíðafélags Strandamanna í Selárdal á Steingrímsfirði, laugardaginn 9. mars 2024. Strandagangan er almenningsganga fyrir fólk á öllum aldri, jafnt byrjendur sem lengra komna og er hluti af Íslandsgöngumótaröð SKÍ.
Þetta er 30. árið í röð sem gangan er haldin en fyrsta Strandagangan var haldin árið 1995.
Þetta er 30. árið í röð sem gangan er haldin en fyrsta Strandagangan var haldin árið 1995.
Sunnudaginn 10. mars heldur fjörið áfram með leikjadegi fyrir börn og unglinga, skíðaferð með Rósa og skíðaskotfimimóti. Ekki láta þetta fram hjá þér fara, þetta verður helgi sem öll muna eftir!
Strandagangan 2024 hefst eftir
Fréttabréf 9. mars 2024
Smelltu á 'Opna' hnappinn neðan við skjalið til að opna það í heilskjárham, sækja það og prenta út.
Fréttaskot
Skíðaskotfimimót 10. mars 2024
Skíðaskotfimi er íþrótt sem blandar saman skíðagöngu og skotfimi og er sívaxandi áhugi á þessu nýja skíðasporti á Íslandi.
Mótið er samstarfsverkefni Skíðasambands Íslands og Skíðafélags Strandamanna til kynningar á íþróttinni.
Umframtekjur skotfimimótsins fara í að kaupa búnað.
Gengnir voru 3 x 2,5 km hringir og skotið tvisvar á skotmörk með skíðaskotfimirifflum, fyrst liggjandi og síðan í standandi stöðu. Yngri þátttakendur munu þó ganga styttri vegalengd. Á skotsvæðunum er skotið fimm skotum í senn en fyrir hvert feilskot þarf að fara einn refsihring. Refsihringur er stuttur hringur til hliðar við brautina.
Sá keppandi sigrar sem lýkur keppni með stystan heildartíma.
Aldursflokkar í karla- og kvennaflokki:
- 11-15 ára laser rifflar
- 16-35 ára .22 kalibera rifflar
- 36 ára og eldri .22 kalibera rifflar
#strandagangan á Insta
Ekki missa af
Skráðu þig á póstlistann okkar og við sendum þér upplýsingar um viðburði og fréttir af félaginu.